Hið breiða holt

Þetta er heiti á ljósmyndasýningu sem opnuð var í dag,  hann Gulli okkar tekur þátt í þessari sýningu og á hann margar frábærar myndir þarna.  Þetta er ljósmyndaverkefni sem hann tók þátt í en hann átti að taka myndir af ömmu sinni og hún af honum, einnig tók hann fullt af fallegum vetrarmyndum og jólamyndum sem einnig eru á sýningunni.   RÚV tók svo viðtal við Gulla og ömmu hans sem kom svo í fréttunum í kvöld og tóku þau sig bara vel út. 

Ljósmyndasýningin er á 1.hæðinni í Gerðubergi við Austurberg.

feb 001 copy

Hér er Gulli myndasmiður við hluta af myndum sínum.

http://www.gerduberg.is/default.asp?cat_id=15&module_id=220&element_id=2214

Hér á slóðinni er hægt að sjá viðtalið við Gulla á RÚV.

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397824/15

 


Bloggfærslur 2. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband