25.11.2007 | 21:59
Dansinn dunaði á Broadway í dag.
Við fórum á jóladansinn á Broadway í dag en tvíburarnir okkar þeir Gulli og Valur tóku þátt í danssýningu og keppni ásamt dans dömunum sínum þeim Maríu og Natalíu Lind. Hóp atriðið þeirra Savaoy sló alveg í gegn og var lang flottasta atriðið í dag. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá deginum. Dansinn er frábær íþrótt og alveg satt sem sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sagði í fréttunum í kvöld að þetta væri ein besta forvörn fyrir krakka í dag.
Oliver með Anítu Lóu í byrjun atriðsins.
Þarna er Gulli okkar lengst til hægri með dans dömuna sína hana Maríu Rose.
Ekkert smá tjútt í gangi hjá krökkunum.
Þarna er Valur okkar fyrir miðju með dans dömunni sinni henni Natalíu Lind.
Ótrúlega flott Savoy sýning hjá Dansdeild ÍR
Glæsileg ending á flottu atriði.
Set seinna inn myndir af danskeppninni sjálfri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2007 | 21:20
Snorri Sturluson VE-28
Ég kíkti á bryggjuna hér í höfuðborginni í dag en þá voru þeir á Snorra Sturlusyni VE að gera klárt til veiða en það er stóri bróðir Binni afleysinga skipstjóri og er hér mynd af þeim feðgum Binna og Hilmari Þór sem var að skoða skipið hans pabba sins.
Svo er hér ein af Snorranum þegar hann siglir út.
Mátti til með að bæta við einni sem ég fékk á heimasíðu Snorra Sturlusonar VE-28
Eins og sjá má á þessari mynd þá var smá bræla.
Mynd: www.blog.central.is/sturlungar
Bloggar | Breytt 4.12.2007 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2007 | 11:43
Danssýning á Broadway í dag.
Jæja nú eiga peyjarnir að fara sýna og keppa í samkvæmisdönsum á Broadway í dag, ég skrapp á æfingu hjá þeim í gær þar sem verið var að fara yfir hóp sýningar atriðið og var það alveg meiriháttar, atriðið heitir Savoy og er svona tjútt atriði frá stríðs árunum, frábær hugmynd frá dagnskennurunum að heimfæra þetta. Ég er svakalega stolltur af peyjunum hvað þeir eru orðnir frambærilegir dansherrar því þetta er sko alls ekki auðveldasta íþrótt sem hægt er að stunda, svo er hann nafni minn líka hjartveikur en keppir samt alveg á fullu alveg últra peyji þar á ferðinni.
Vonandi nenni ég að blogga um sýninguna og keppnina í kvöld og skella kanski inn nokkrum myndum í leiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)