TF-JMH sögufræg flugvél

Flugvél með skráningarnúmer 100 á Íslandi er TF-JMH en hún er af gerðinni Piper Apache árgerð 1957.  Þessi vél var keypt til landsins árið 1959 af Tryggva Helgasyni á Akureyri og Rauðakrossinum en vélin var notuð í sjúkraflug fyrstu árin.   Seinna var vélin notuð í síldarleitarflug við strendur landsins og var m.a. síðasta vélin sem notuð var í slík flug.  Margir landsþekktir flugmenn flugu henni m.a. Arngrímur Jóhannsson f.v. flugstjóri, Kristján Árnason f.v. flugstjóri o.fl.  Árið 1989 keyptu Höður Guðlaugsson, Guðmundur Þ. Björnsson og Guðmundur Sigurbergsson vélina og komu henni í flughæft stand aftur en fyrir tveimur árum var hún seld aftur til Akureyrar og er nú í eigu Magnúsar Þorsteinssonar sem búinn er að láta taka hana alla í gegn að innan og er hún eins og ný í dag. 

Það er nauðsynlegt fyrir flugsögu okkar Íslendinga að eiga svona fljúgandi safngripi því hræðilegt er að hugsa til þess að við eigum hvorki Grumman né Catalínu flugbáta sem þjónuðu okkur svo vel.

Þó svo að ég hafi tekið fjöldan allan af myndum af TF-JMH þá ætla ég samt að láta fylgja með mynd sem Baldur Sveinsson tók af henni á þessu ári yfir heimabæ JMH Akureyri.

TF-JMH_3652_adj_1024


Sjúkraflug í Vestmannaeyjum

Eftir að Flugstoðir ohf. og Samgönguráðuneytið gerðu með sér samning um flugturnsþjónustu í Vestmannaeyjum þá er völlurinn þar lokaður milli 19:00 - 07:30 og þar af leiðandi fyrir sjúkraflug líka.  Þetta er algjörlega óviðunandi fyrir bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar lágmarkið er að hafa bakvakt sem hægt er að kalla út ef um sjúkraflug er að ræða.

Á undanförnum árum hafa verið hátt í 100 sjúkraflug frá Eyjum á ári, er mönnum virkilega alveg sama um þetta mál?  Að sjálfsögðu á að vera tilbúin sjúkravél í Eyjum allan sólarhringinn allt árið um kring, svo er að sjálfsögðu spurning um hver á að gera þessa vél út eða á að bjóða rekstur hennar út eins og verið hefur undanfarin ár?

Eyjamönnum hefur alltaf verið mjög annt um öryggi íbúa sinna enda voru þeir frumkvöðlar þegar fyrsti Þór var keyptur til að sinna öryggi sjómanna. 

 


Flug

Jæja ég gat farið að fljúga í síðustu viku en þá skruppum við á TF-NEW austur í Múlakot að sækja N3294P sem er Piper Apache árgerð 1957 og koma henni í bæinn.  Túrinn var góður þrátt fyrir vestan 20-25kts þegar við fórum í loftið frá RK. en þegar við komum austur í kotið þá var blanka logn þar.

mar 043 copy

N3294P Piper Apache Geronimo árg. 1957


Bloggfærslur 17. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband