13.10.2007 | 13:25
Nýr meirihluti og flugvöllurinn
Jæja nú ætlar Dagur að fara á fund Kristjáns L. Möller og ræða skipulagsmál og m.a. veru flugvallarins. Dagur vill eindregið fá völlinn í burtu, Björn Ingi vill fá hann út á Löngusker og Ólafur F. Magnússon vill hafa hann um kyrrt þar sem hann er. Hvernig ætlar nýr meirihluti að vinna þetta mál, er þessi meirihluti ekki steindauður strax í byrjun?
Kristján L. Möller er nú landsbyggðarmaður og ætti að bera hag flugvallarins fyrir brjósti sér, hér er höfuðborgin með alla sína þjónustu, hér er fullkomnasta sjúkrahús landsins með öllu sínu frábæra starfsfólki, hér er starfsstöð Landhelgisgæslunnar með sína stórkostlegu þyrlusveit. Ég er alveg viss um að ráðherra samgöngumála vill alls ekki flytja flugvöllinn heldur efla hann í sessi.
Þetta mál er rétt að byrja enn einu sinni.
![]() |
Dagur: Við Kristján Möller þurfum að hittast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)