Ekki mér að kenna segir Bingi litli

Aftur og aftur reynir Björn Ingi að koma allri sök á Sjálfstæðismenn, hefur þessi drengur hvorki þroska né þor í að koma hreint og beint fram? Devil
mbl.is Björn Ingi: Þreifingar fóru fram af hálfu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alfreð og puttarnir hans

Það var skondið að sjá á forsíðu mbl í dag að Alfreð Þorsteinsson væri á bakvið slit f.v. meirihluta í borgarstjórn.  Alfreð er jú ný búinn að missa spón úr aski sínum eftir að Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra henti honum út sem forsvarsmann vegna byggingu Hátæknisjúkrahússins.  Þetta sýnir hefnigirni Alfreðs sem ekki getur sætt sig við að ferill hans sem stjórnmálamanns er löngu liðinn enda liggur ekkert eftir hann.  

Björn Ingi hefur ekki komið með neina ástæðu fyrir þessum gjörningi sínum nema þá helst að það sé vegna ósættis í röðum borgarstjórnarhluta Sjálfstæðismanna.  Þvílíkur barnaskapur að geta ekki komið hreint og beint fram.  Ef þetta er ástæðan þá á Björn Ingi að finna sér annan starfs vettvang annars sveiflast hann um eins og lauf í vindi. 

En ef við skoðum þetta frá hinni hliðinni að Guðlaugur Þór eigi nú smá sök vegna þess að hann henti Alfreð út að þá hefur vinur hans Gísli Marteinn ekki hjálpað til heldur, hann hefur verið of upptekinn af því að grafa skurð undir Villa til að fella hann ofan í en gerði sér ekki grein fyrir því að hann féll í sama skurðinn.  Gísli Marteinn verður kanski einhvern daginn ágætis politíkus en dagur hans er hvergi nærri kominn, hann átti frekar að fylgja foringja sínum í borgarstjórn bæði með OR málið og líka svo flugvallarmálið en þar voru þeir á öndverðum meiði.  Ætli Gísli Marteinn sé of upptekinn af því að byggja sér sinn minnisvarða eins og ráðhúsið er Dabba?

En nú eftir þessar breytingar, hver ætli verði næsta borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna?  Er það ekki bara Hanna Birna Kristjánsdóttir?


Bloggfærslur 12. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband