Færsluflokkur: Bloggar

Bogfimi

feb 004

Valur Pálmi að keppa í bogfimi á RIG "Reykjavík Interntantional" í janúar 2012.


Sumarið 2009

Jæja mikið er ósköp langt síðan maður hefur sett eitthvað inn á þessa blessaða bloggsíðu. 

Um Verslunarmannahelgina skrapp fjölskyldan á Flugkomuna í Múlakoti eða "Múlakot Fly - In"  þar sem kallinn var víst "mótstjóri".  Var þetta með betri flugkomum, frábær mæting, frábært veður og frábært fólk á svæðinu og ekki hægt að hugsa sér betri helgi.  Eins og fyrr þurfti "eyja peyjinn" að skreppa nokkrar ferðir út í eyjar með fólk eða sækja og eru hér nokkrar myndir frá einni slíkri ferð og helginni líka.

eyjar.01 flugtak af 13 í Eyjum

eyjar.02 Heimaklettur fallegur í sólarlaginu

eyjar.03 Faxaskerið í sólarlarlaginu

eyjar.04 Bakkafjaran nálgast, þarna verður straumurinn yfir að ári.

mk.001 Fjölskylduflotinn í Múlakoti á flugkomunni "Múlakot Fly - In"

 

mk.003 Nafnarnir að taka eins stungu niður að Múlakotssvæðinu.

rk.001 Þessi var tekin rétt fyrir helgina þegar komið var inn til lendingar í Reykjavík.

 

 


Á enn og aftur að gefa "afslátt" af öryggismálum sjómanna?

Á enn og aftur að gefa afslátt af öryggismálum sjómanna?   Það er löngu kominn tími á endurnýjun varskipaflotans eins og neðangreint dæmi sýnir.  

Þann 10. mars 2004 strandaði fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson í Skarðsfjöru og stóð til í byrjun að reyna nota annað varðskipið til að ná Baldvini út en eins og flestir muna varð að taka dráttarbát á leigu erlendis frá til að ná skipinu út en Baldvin er tæplega 3000 brl og rúmir 85 mtr að lengd.  

 Baldvin Þorsteinsson EA.01 Baldvin Þorsteinsson EA 10 á strandstað í Skarðsfjöru.

Ljósm:  mbl.is

Þann 15. desember 1969 strandaði Halkion VE-205 á sama stað en Halkion var 264 brl og að mig minnir ca 34 mtr og dró varðskipið Ægir hann af strandstað 31. desember ´69 en Halkion var þá með stærri skipum íslenska fiskveiðiflotans.   Þarna sjáum við svart á hvítu stærðarmun Baldvins Þorsteinssonar og Halkion en við erum enn með sömu varðskipin og nú ætlar Georg Lárus og dómsmálaráðherra að leigja út nýtt varðskip.  

Halkion%20VE205 Halkion VE 205Ljósm: Sigurgeir (www.sigurgeir.is) 

Í mbl. s.l. laugardag var einnig fjallað um fækkun í þyrlusveit gæslunnar sem muni einnig hafa neikvæð áhrif á möguleika Gæslunnar til að sinna öryggis- og björgunarmálum og yrði þá hámarksdrægni þyrlnanna minnkuð af öryggisástæðum.   

Þetta er mjög einfalt í mínum augum, við megum alls ekki við því að fækka í þyrlusveit Gæslunnar né leigja frá okkur nýja varðskipið eða nýju flugvélina sem er einnig í smíðum.  

 
mbl.is Nýtt varðskip LHG gæti farið í útleigu til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með okkur almúgann?

Fáum við ekki sömu 2% vextina og VBS og Saga Capital? 

 

Steingrímur það verður  örugglega betra fyrir almúgann að standa í skilum og þessa tvo banka.


mbl.is Steingrímur: Góð vaxtakjör nauðsynleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg blaðamennska

Síðast þegar ég vissi þá voru bæði Ágúst GK og Sturla GK línubátar en ekki togarar Smile .  Blaðamenn mættu nú vera aðeins meiri fagmenn.
mbl.is Fleiri togarar landa í Grimsby
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú styttist í Copenhagen Open 13. - 15. febrúar

Nú förum við utan á fimmtudaginn en keppnin sjálf hefst á föstudag og stendur fram á sunnudag.   Guðlaugur Agnar og Malin Agla keppa bæði í standard og latin dönsum og ætlum við að leyfa ykkur að fylgjast með gangi mála hér á þessari síðu.

 Hér eru tvær myndir frá Íslandsmeistaramótinu um síðustu helgi sem fór fram í Laugardalshöllinni.

5 & 5 Dansar #2 214 copy  5 & 5 Dansar #1 266.copy

 


Nægir ekki eitt starf Ögmundur?

Ögmundur ég hvet þig til að hætta þessari græðgi og láta eitt starf duga, það er ekki eðlilegt að þingmaður skuli vera í fullu starfi annars staðar á meðan atvinnuleysi í landinu er í hæstu hæðum.  Hugsaðu um þá sem eru atvinnulausir og að einn þeirra geti tekið við starfi þínu hjá BSRB og þú snúir þér þá bara að þingstörfunum einum saman.
mbl.is Ögmundur verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja nú er ballið að byrja

Nú þarf Geir Haarde bara að hreinsa út úr Seðlabankanum líka það er löngu kominn tími á að Davíð Oddsson hverfi af vettvangi stjórnmálanna og allra tengsla við stjórnmálin.

Björgvin er með þessu að stimpla sig vel inn fyrir komandi kosningar, hann er maður að meiri fyrir bragðið. 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað þá með fasteignagjöldin?

 Manni verður nú óneytanlega hugsað um fasteignagjöldin og hækkanir þeirra á undanförnum arum eftir að Haukur Ingibergsson sagði af sér sem formaður kjörstjórnar Framsóknarflokksins eftir hræðileg mistook sem urðu í kosningu formanns flokksins um síðustu Helgi.  Skyldi Haukur og félagar hafa ruglað saman tölum í fasteignagjöldunum álíka og í formannskjörinu, ég bara spyr Wink

Útgerðarmenn einir á báti

Fann þessa grein í Mogganum 1. nóv.  og er ekki hægt að segja annað en að hún veki upp spurningar hjá manni, hvort maður sé með eða á móti inngöngu í Evrópubandalagið.

 

Atli Hermannsson fjallar um ESB-aðild, LÍÚ og fiskveiðistjórnun

Atli Hermannsson fjallar um ESB-aðild, LÍÚ og fiskveiðistjórnun: "Það er þess vegna sem fiskifræðingar frá Hafró bregða sér til Kaupmannahafnar að loknu hinu árlega stofnmati nytjastofna, sem kallast togararall." NÚ þegar flest samtök atvinnulífsins hafa lýst áhuga á að viðræður verði hafnar við ESB eða upptöku evrunnar þá er yfirlýsingar þess efnis ekki að vænta frá samtökum útgerðarmanna. Ársfundur LÍÚ var haldinn í þessari vikur og sagði Björgólfur Jóhannsson í ræðu sinni að hagsmunir Íslands væru best tryggðir utan ESB, sem hefði rekið þveröfuga fiskveiðistefnu við Ísland. „Við erum á hnjánum, halda menn í einlægni að það sé einhver hundalúga á hurð Evrópusambandsins?“ Af útgerðarmönnum er það annars helst að frétta að erfiðlega hefur gengið að færa gjaldeyri til landsins og viðskiptasambönd erlendis gætu verið að tapast af þeim sökum – sökum krónunnar. Þá hafa heildarskuldir útgerðarinnar líklega verið að hækka um 60 milljarða á sama tíma og útflutningsverðmætin aðeins um 20 milljarða. Samtök útgerðarmanna ekki viljað ljá máls á ESB-aðild og í raun fundið fiskveiðistjórn sambandsins allt til foráttu – um leið og þau hafa dásamað árangurinn af „besta fiskveiðikerfi í heimi“. Þegar skoðað er ofan í kjölinn kemur í ljós að íslenskar útgerðir hafa engu að síður komið sér vel fyrir á ESB-svæðinu. Ber fyrst að nefna Skotlandi, England og Þýskalandi. Þá eru íslenskar útgerðir að veiða þorskkvóta Breta í Barentshafi ásamt því að eiga stærsta uppsjávarveiðiflota ESB og veiða kvóta Spánverja undan vesturströnd Afríku. Þá eiga Íslendingar tvær af stærstu fiskvinnslum Þýskalands og megnið af togaraflota Bretlandseyja. Því er von að spurt sé hvað valdi andstöðu LÍÚ gegn ESB. Það sem helst hefur verið nefnt er að fiskveiðistefna ESB henti ekki hér við land – og þar við situr. Því ber þess að geta að bandalagsþjóðum er í sjálfsvald sett hvaða fiskveiðikerfi þær nota. Hvort heldur kvótakerfi að okkar fyrirmynd eða dagakerfi að hætti Færeyinga. Því er í raun ekkert til sem heitir „fiskveiðikerfi“ ESB í okkar skilningi. En þegar fiskveiðistefna ESB er skoðuð kemur í ljós að hún á aðeins við um sameiginlega fiskstofna bandalagsríkja, fiskstofna þar sem tvö eða fleiri ríki eiga sögulegan nýtingarétt eða af landfræðilegum ástæðum. Hvorugu er til að dreifa hér við land. Þó fengu Belgar 3.000 tonna karfakvóta hér á grundvelli EES-samningsins, en það var fyrir veittan stuðning í þorskastríðunum. Síðast er fréttist mun þýsk útgerð í eigu Íslendinga hafa verið að veiða þennan karfakvóta. Þá segir LÍÚ að við munum missa hið svokallað forræði yfir auðlindinni og að allar ákvarðanir um heildarafla hér við land verði teknar í ráðherraráði ESB. Það er rétt að endanleg ákvörðun (staðfestingin) verður tekin þar...en að undangengnu ákveðnu ferli sem vert er að skoða nánar. Varðandi ákvarðanir um heildarafla, eða svokallaða ríkjakvóta sem teknar eru af ráðherraráði ESB. Ber þess fyrst að geta að allar eru þær teknar að undangengnum rannsóknum og að tillögum „færustu fiskifræðinga“. Í öllum tilfellum eru það fulltrúar Alþjóðahafrannsóknarráðsins ICES sem aðsetur hefur í Kaupmannahöfn sem það gera. ICES eru samtök fiskifræðinga og annarra vísindamanna líkt og þeirra sem vinna hjá Hafró. Að ICES standa 20 ríki við norðanvert Atlantshaf og er Ísland eitt þeirra. Þetta er samráðsvettvangur þar sem nær allar ákvarðanir um nýtingu fiskstofna í Norður-Atlantshafi eru teknar. Hvert ríki á tvo fulltrúa og koma okkar fulltrúar frá Hafró. Það er þess vegna sem fiskifræðingar frá Hafró bregða sér til Kaupmannahafnar að loknu hinu árlega stofnmati nytjastofna hér við land, sem kallast togararall. Það er því ekki fyrr en að loknum samráðsfundi Hafró og ICES að Hafró sér sér fært að kynna þjóðinni tillögur sínar um heildarafla næsta árs. Því er von að spurt sé hvað muni eiginlega breytast við inngöngu í ESB. Hafi LÍÚ eitthvað við nýtingastefnu ESB (Hafró) að athuga – liggur beinast við að þeir beiti fulltrúum sínum innan stjórnar Hafró til þess. Höfundur er fyrrverandi veiðarfærasölumaður.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband