9.8.2009 | 02:43
Sumarið 2009
Jæja mikið er ósköp langt síðan maður hefur sett eitthvað inn á þessa blessaða bloggsíðu.
Um Verslunarmannahelgina skrapp fjölskyldan á Flugkomuna í Múlakoti eða "Múlakot Fly - In" þar sem kallinn var víst "mótstjóri". Var þetta með betri flugkomum, frábær mæting, frábært veður og frábært fólk á svæðinu og ekki hægt að hugsa sér betri helgi. Eins og fyrr þurfti "eyja peyjinn" að skreppa nokkrar ferðir út í eyjar með fólk eða sækja og eru hér nokkrar myndir frá einni slíkri ferð og helginni líka.
Heimaklettur fallegur í sólarlaginu
Bakkafjaran nálgast, þarna verður straumurinn yfir að ári.
Fjölskylduflotinn í Múlakoti á flugkomunni "Múlakot Fly - In"
Nafnarnir að taka eins stungu niður að Múlakotssvæðinu.
Þessi var tekin rétt fyrir helgina þegar komið var inn til lendingar í Reykjavík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)