Fýlaveiði

Við feðgar skruppum í Fýlaveiði í gær austur í Mýrdal þó svo að fyrstu fuglarnir hafi verið teknir undir Eyjafjöllunum.  Fengum tæplega 30 stk. og voru þeir teknir vítt og breytt um Mýrdalinn þó mest við Klifanda og Steig, fórum svo með fenginn að Presthúsum þar sem Hrefna og Einar verka þetta fyrir okkur. 

ag 001

Hér eru tvíbbarnir með fyrstu 3 fuglana sem teknir voru undir Eyjafjöllum.

Það er nú ekki mikið um Fýlatöku í Mýrdalnum lengur en okkur finnst þetta ómissandi viðburður svo er þetta bara svo gott saltaður Fýll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valur, fýll er einhver sá versti matur sem ég hef borðað. Reyndar hef ég ekki smakkað hann frá því ég var 13 ára. En í minninguni er hann ekki góður matur. Ég aldist upp hjá ömmu minni og hún saltaði fíl í tunnu og hafði í mat nokkrum sinnum á ári,en mér bauð einhvernveginn alltaf við honum. Svona er oft smekkur manna misjafn.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.8.2008 kl. 12:52

2 Smámynd: Valur Stefánsson

Sæll Simmi.

Já svona er þetta.  Maður bíður alltaf eftir því að fá Fýl með nýjum kartöflum og rófum.  En það eru ekki margir sem taka hann orðið, við sáum ekki nema tvo sem voru að veiða í gær.

Kveðja VS

Valur Stefánsson, 31.8.2008 kl. 13:12

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Valur, ekki hef ég orðið svo frægur að smakka fýl, ég er ekki alin upp á svona fugli, kærar kveðjur úr Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband