"Strákarnir okkar" koma heim á morgun.

Nú koma silfur drengirnir heim á morgun eftir frábæran árangur í Kína.  Ég heyrði í dag að þeir komi til með að lenda á hinum umdeilda Reykjavíkurflugvelli og fái fylgd góðra véla yfir Reykjavíkurflugvöll en áætlaður lendingatími er 16:30

Hvet borgarbúa til að taka á móti silfur drengjunum.Smile


Borgarstjórn sem vinnur gegn meirihluta borgarbúa!

Nú hefur hver skoðanakönnunin á eftir annarri sýnt fram á að um 60% borgarbúa vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, þess vegna skil ég ekki hvers vegna borgarstjórn hlustar ekki á borgarbúa.  Nú ætlar ný borgarstjórn að láta byggja upp að flugvallarstæðinu, er ekki allt í lagi með þetta fólk.  Það á alls ekki að leyfa frekari byggingar að flugvallarstæðinu.

Ég hef nú aldrei verið sammála VG en styð þau í Skagafirðinum heils hugar í þessu máli.

101 Reykjavík er ekki eina póstnúmerið í höfuðborginni, við hin höfum líka atkvæðisrétt!!

Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni svo Reykjavík geti enn verið höfuðborg landsins.


mbl.is VG í Skagafirði mótmælir flutningi Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskidagurinn mikli á Dalvík.

Við hjónin og tvíbbarnir ásamt hundunum skruppum á Fiskidaginn mikla á Dalvík, þetta var hin mesta skemmtun og sáum við eina flottustu flugeldasýningu sem við höfum séð.  Hittum marga góða vini, kíktum á hótelstýruna á Dalvík o.fl.   Á föstudagskvöldinu var að sjálfsögðu rölt á milli húsa og fengin fiskisúpa sem er hreint út sagt ómissandi á þessari helgi.  Á eftir að setja inn myndir frá helginni en þær koma síðar.

Ég hvet þá sem ekki hafa heimsótt Fiskidaginn mikla á Dalvík að kíkja á næsta ári, þetta er bara meiriháttar fjölskylduhátíð.

 vs


Múlakot Fly-In

Jæja þá er Flugkoman í Múlakoti yfirstaðin eitt árið enn, við fjölskyldan höfum verið þarna frá því 1990 nema ´95 sem við urðum að sleppa úr.  Þáttakan í ár var mjög góð en 22 flugvélar voru komnar strax á föstudagskvöldið og voru hátt í 50 vélar sem komu alla helgina, veðrið hefði mátt vera betra en leiðindar skyggni og súld var í grennd þannig að vélar áttu erfitt með að koma og fara en ótrúlegt er hve bjart er oft yfir Múlakoti en svo horfir maður inn í Þórsmörk þar sem er rigning svo líka niður við strönd og út á Hvolsvelli.   En við skemmtum okkur konunglega og tók ég m.a. þátt í TM Lendingakeppninni þó svo að maður hafi ekki verið á verðlaunapalli en ég óska þeim Snorra, Guðna og Jóa til hamingju með fyrstu þrjú sætin.

fie 035 

Hér er hann Guðni að taka þátt í keppninni en hann var í öðru sæti.

fie 114

Smá þoku suddi yfir svæðinu.

 


Gullfaxi kominn heim.

Jæja þá er Gullfaxi TF-FIE Boeing 727-108c eða nebbinn af honum kominn heim og bíður þess að vera fluttur á Flugsafnið á Akureyri. 

Gullfaxi 001nebbinn af Gullfaxa innpakkaður og bíður flutnings norður.

Gullfaxi ups Gullfaxi í hraðflutningum á vegum UPS.

Á slóðinni hér fyrir neðan eru fleiri myndir og upplýsingar um Gullfaxa.

http://www.flugsafn.is/html_isl/safngripir/Roswell_2008/TF-FIE_ofl_2008.html

 


B-17 Liberty Bell á Reykjavíkurflugvelli í dag

Þessi glæsilega Boeing B-17 "Liberty Bell" fór héðan af Reykjavíkurflugvelli í dag og var hrein unun að sjá hana fara, þvílíkur glæsileiki þessi vél en hún var að fara til Duxford í Englandi.

jun 116

 B-17 við Flugþjónustuna á Reykjavíkurflugvelli.

 

 

jun 119  jun 135  jun 157 (2)

Segja svo að flugvélar sem lendi hér í höfuðborginni lífgi ekki upp á sjón borgarbúa.


Stjörnugolf - Golf til góðs!

Þetta er frábært framtak hjá Ágústi og NOVA og vona ég að sem flestir mæti og taki þátt í Golfi til góðs!  Að spila golf er skemmtilegt en að gera það til styrktar hjartveikum börnum er enn skemmtilegra.  Á ári hverju greinast um 70 börn með meðfæddan hjartagalla og þarf um helmingur þeirra að fara erlendis til hjartaaðgerðar og get ég sagt að það er ekki auðvelt að fara utan með barn sitt í erfiða aðgerð.  Sonur okkar Valur Pálmi fór tvívegis til London í aðgerð í fyrra skiptið var hann einungis tveggja mánaða gamall og var það mjög erfið ferð fyrir hann vegna þess hve veikur hann var orðinn og svo var haldið aftur daginn eftir árs afmælið hans.  Í dag er Valur hins vegar á góðu róli og æfir samkvæmisdansa hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. 

Mig langar að hvetja alla að taka þátt í þessari fjáröflun Neistans og þeir sem spila ekki golf endilega hringið í 908-1000 og gefið þar með 1.000 kr. til Neistans.

valurpalmi01

Valur Pálmi aðeins tveggja mánaða gamall á Gr. Ormond Street hospital í London (júlí 1995). 

 

 

valurpalmi02

Valur Pálmi eins árs á Harley St. Clinic í London (júní 1996). 

 

 

 

valurpalmi03

Valur Pálmi og Natalía Lind í sveiflu á danskeppni í Kaupmannahöfn fyrr á þessu ári.  En þrátt fyrir hjartagallan og galla í ónæmiskerfi þá getur hann samt sem áður stundað samkvæmisdansa en fer hægar í æfingar en þeir krakkar sem hann æfir með.

 

 

 Stöndum saman og styrkjum Neistann!


mbl.is Stjörnufans í stjörnugolfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hópflug helgarinnar

Jæja við feðgar skruppum í eitt hópflugið um helgina en það var Félag Íslenskra Einkaflugmanna sem stóð fyrir Safnaflugi.  Byrjað var á því að fara að Forsæti þar sem þeir bræður Albert og Ólafur búa ásamt fjölskyldum sínum. jun 041 copy Á myndinni hér fyrir neðan er t.d. vagnhjól sem Ólafur smíðaði og af þessu og fleiri munum er ekki hægt að segja annað en að þar sé listamaður í höndunum.   Safnið sem þeir eru með heitir Tré og List og hvet ég alla sem leið eiga um suðurland að kíkja í heimsókn á safnið, það verður enginn svikinn af þessumlistaverkum sem þar eru.  

jun 043 copy

Hér er ketill sem Ólafur smíðaði á síðasta ásamt skartgripaskríni sem hann gaf eiginkonu sinni í jólagjöf. 

Endilega kíkið á heimasíðu safnsins www.treoglist.is

Það voru fimm flugvélar sem fóru að Forsæti en það voru TF-STR sem við vorum á, TF-BAA Jói og Dísa ásamt gestum, TF-FTP bróðir Jóa (man ekki hvað heitir) ásamt farþega, TF-FUN Silli og sonur og svo TF-LDS Capt. Dagfinnur Stefánsson.

Frá Forsæti var ferðinni heitið út í Eyjar að skoða Pompei Norðursins, eins og smá má á myndinni hér fyrir neðan þá voru skýja druslur í ca 2000 fetum og fórum við þess vegna í 2300 fet á leið okkar út í Eyjar.

 

Við röltum okkur frá flugvellinum niður að Gerðisbraut þar sem bloggvinurinn Gísli Hjartar (Gilli) tók á móti okkur, það var nú smá mórall að taka hann af leiknum því ÍBV og KA voru að eigast við en ÍBV vann leikinn 1-0 og eru þar af leiðandi í fyrsta sætinu í 1. deild, en þar sem Gísli náði markinu þá var þetta nú í lagi.  Þessar fallegu myndir hér fyrir neðan tók Valur Pálmi en hann og Gulli eru báðir með mikla mynda dellu.

jun 059 copy

  jun 063 copy  jun 070 copyjun 060 copy  jun 071 copy

  jun 072 copy  jun 073 copy 

Hér fyrir neðan eru svo nokkar myndir af verkefninu Pompei Norðursins en það byggist á því að grafa upp nokkur hús sem fóru undir ösku í Vestmannaeyja gosinu 1973.  Fyrsta húsið sem byrjað er á átti æsku vinur minn Viðar Einars málari heima í ásamt fjölskyldu sinni.

jun 079 copy  Hér er vestur gafl hússins að Suðurvegi 25. jun 082 copy Svo á myndinni vinstramegin er hópurinn ásamt gædinum okkar Gísla Hartarsyni.   Nú eru uppi hugmyndir að reka niður stálþil til að auðvelda uppgröftinn.  Eftir að hafa séð það sem búið er að gera þá er ég mjög hlynntur þessu verkefni og held að Eyjarnar eigi eftir að fá fullt af ferðamönnum sem vilja sá þetta verkefni.

jun 116 copy

 jun 123 copy  Frá Eyjum var stefnan tekin austur á Skógasand þar sem við fórum að skoða Mynja- og Samgöngusafnið og er það ótrlúlegt kraftaverk sem hann Þórður gamli á Skógum hefur gert fyrir þetta svæði, því miður vorum við í smá tíma þröng þannig að við verðum að koma aftur til að skoða það betur en hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Skógum.

jun 145

Þetta er skrifstofa Þorsteins Erlingssonar skálds en hann var frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. 

 

jun 150  jun 151  

Hér er mynd af gömlu brúnni sem var yfir Jökulánna á Sólheimasandi en hún var jafnan kölluð "Fúlá" þar sem það kom svo vond lykt af ánni.

 

 jun 203 copy Hér er svo í lokinn ein loftmynd af bústaðnum hans Helga Gunnars Eyjamanns.

Þetta flug var í alla staði frábært þó svo að við hefðum viljað fá fleiri vélar til að taka þátt.


C-GTVB

Jæja þá náði Reymond á Bónönzunni til Reykjavíkur í þessu líka frábæra veðri, sagði hann að ferðin hefði gengið mjög vel enginn ókyrrð og lítilsháttar meðvindur en groundspeed hefði verið um 180-200 kts.  Hér var stoppað í rúma klukkustund og tókum við hann í smá sightseen um fluggarðana og svo var tankað og fengið auka súrefni og haldið svo af stað til Færeyja.  Svo er planið að stoppa í nokkra daga á leiðinni til baka í lok júlí.

jun 014

Gulli smellti þessari mynd af okkur áður en hann hélt af stað til Vagar.


C-GTVB á leið til Íslands

Ég kíkti inn á flightaware áðan og sá að Raymond og frú væru á leiðinni til Sondre Stromfjord og áttu um 17 mínútur ófarnar.

flight_track_map  þarna má sjá trakk vélarinnar og er hún í 17.000 fetum og á 195 kts.   Áætlað er að þau hjón haldi áfram frá Reykjavík til Færeyjar á morgun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband